Gangmyllan
  • Fréttir
  • Gangmyllan - ræktun
  • Söluhross
  • Reiðkennsla
  • Bergur og Olil
  • Gangmyllan
  • Hafa samband
  • Syðri-Gegnishólar
  • Gamlar myndir
  • Greinar
  • Panta undir stóðhest

Tvær 6 vetra hryssur á Landsmót

Details
Created: 21 June 2018

Tvær hryssur frá Gangmyllunni, Framsýn frá Ketilsstöðum og Huldumær frá Syðri-Gegnishólum munu taka þátt í flokkí 6 vetra hryssna á Landsmótínu. Á Landsmótínu á Hólum 2016 tóku þær þátt í flokki fjögurra vetra hryssna, áttu svo folöld 2017. 

{gallery}6 vetra hryssur a LM 2018{/gallery}

Tveir stóðhestar í 7 vetra flokk á LM

Details
Created: 19 June 2018

Þessir tveir stóðhestar munu keppa í flokki 7 vetra og eldri á Landsmótinu í Júlí.

Stúdent frá Ketilsstöðum er 8 vetra undan Orku frá Gautavík og Álffinni frá Syðri Gegnishólum. Aðaleinkunn er 8,55.

Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum er 7 vetra undan Álfadís frá Selfossi og Orra frá Þúfu í Landeymum. Aðaleinkunn er 8.45.

{gallery}7 vetra stodhestar a LM 2018{/gallery}

Ljósálfur frá Syðri Gegnishólum

Details
Created: 17 June 2018

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum er 4ra vetra sonur Álfadísar frá Selfossi og Lords frá Vatnsleysu. Hann var sýndur sem klárhestur þótt hann sé alhliðahestur en skeiðið hefur ekki verið prufað enn sem komið er. Hann uppskar 8,07 í aðaleinkunn og náði syningarrétti á Landsmótið.

{gallery}Alfgrimur 4 vetra a LM 2018{/gallery}

Kynbótahross á LM 2018

Details
Created: 16 June 2018

Átta kynbótahross úr okkar ræktun náðu þáttökurétti á Landsmótið og erum við ákáflega ánægð með það.

Þessi hestur heitir Gigur frá Ketilsstöðum og hlaut hann 8,18 í aðaleinkunn 4 vetra gamall klárhestur. Móðir er Ör frá Ketilsstöðum og faðir er Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum.
{gallery}kynbotahross a LM 2018{/gallery}

Skeiðleikar - Bergur og Sædís

Details
Created: 07 June 2018

Bergur og Sædís frá Ketilsstöðum tók þátt í fyrsta skipti í gær í 250 m. skeiði Skeiðfélagsins og lentu þau í 2. sæti á 23,5 sek. Hér er úrslitaspretturinn  sem vannst á einum besta skeið hesti Íslands Kjarki frá Árbæjarhjáleigur knapi Konráð Valur Sveinsson og Lukka frá sama bæ og Hekla Katarina Kristinsdóttir urðu í 3ja sæti.
{facebook}www.facebook.com/162247373811121/videos/1695033380532505/{/facebook}

Mildrid og Fálmar unnu fjórgang í noregi

Details
Created: 05 June 2018

Mildrid Musdalslien og Fálmar frá Ketilsstöðum sigruðu 4 gang 4.1 á Hrimnirmótinu í Noregi siðastliðnu helgi. Aðaleinkunn var 7,20 í mjög svo sterkri keppni, Fálmar er undan Þernu frá Ketilsstöðum og Sveini-Hervari frá Þúfu. Árið 2014 keppti ég á þessum hesti og varð önnur í 4 gangi í Meistaradeildinni og Suðurlandsmeistari í meistaraflokki í forkeppni með 7,47. Fálmar er snillingur og erum við mjög sátt við að vera með alsystir hans, Spes, í ræktun.

{facebook}www.facebook.com/162247373811121/videos/1693144440721399/{/facebook}

Hugrökk frá Ketilsstöðum

Details
Created: 03 June 2018

Við sýndum þessa hryssu í siðustu viku, hún heitir Hugrökk frá Ketilsstöðum og er 7 vetra gömul. Hún var sýnd 4 vetra í 8,18 og siðan er hún búin að eiga tvö folöld. Í vetur hefur hún verið í þjálfun og er að komast í form hægt og örugglega. Hryssan er gæðingur og aðaleinkunn var 8,27 þ.a 8,5 fyrir tölt og hægt tölt,brokk skeið, fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja.Fyrir hæfileika hlaut hún 8,47, verður spennandi að sjá hvernig hún þróast næstu vikurnar. Móðir er Djörfung og Faðir Natan frá Ketilsstöðum. Knapi Elin Holst.

{gallery}Hugrokk og Elin 2018{/gallery}

Álfadís köstuð

Details
Created: 01 June 2018

Algjör hamingja, Álfadís kastaði brúnni hryssu í morgun undan Stála frá Kjarri. Þarna er hún umkringd móður sinni henni Álfadísi, stóru systir Álfhildi og svo henni Kötlu. En Katla var ákveðin í að vera með á myndinni. Þokkalegar fyrirmyndir það fyrir þá litlu.

{gallery}Alfadis filly 2018{/gallery}

Sædís í þjálfun

Details
Created: 31 May 2018

Ég tók þetta myndbrot af Sædísi frá Ketilsstöðum ein að skeið hestum okkar í þjálfun.
Móðir er Ör frá Ketilsstöðum og faðir Gustur frá Hóli.

{facebook}www.facebook.com/162247373811121/videos/1688294964539680/{/facebook}

Hugmynd frá Ketilsstöðum

Details
Created: 29 May 2018

Ég verð að birta nokkrar myndir af þessari ótrúlega skemmtilegu hryssu henni Hugmynd frá Ketilsstöðum. Hún hlaut 8,52 í aðaleinkunn í gær aðeins 5 vetra gömul, þ.a 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, hægt stökk, fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja, aðaleinkunn hæfileika er 8,78. Móðir hennar er Djörfung frá Ketilsstöðum og faðir er Aðall frá Nýjabæ.
{gallery}Hugmynd mai 2018{/gallery}

Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum

Details
Created: 28 May 2018

Hér eru nokkrar myndir af Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum sem við tókum í gær, þegar hann var dæmdur á Selfossi. Hann fékk frábæran byggingadóm 8,65 þ.a 9,0 fyrir höfuð og bak og lend og 9,5 fyrir samræmi. Fyrir hæfileika fékk hann 8,41 þ.a 8,5 fyrir tölt og hægt tölt, skeið og fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja. Aðaleinkunn er 8,51 og yfirlit á föstudag. Við fengum líka þetta skemmtilega myndband af Álfakletti í dóm í dag, var víst búið til á staðnum.

{gallery}Alfaklettur 2018{/gallery}{facebook}www.facebook.com/162247373811121/videos/1686090188093491/{/facebook}

 

Herdís frá Lönguhlíð

Details
Created: 28 May 2018

Þessi flotta hryssa er til sölu, Herdís frá Lönguhlið 1. verðlauna klárhryssa undan Glódísi frá Stóra-Sandfelli 2 og Sveini-Hervari frá Þúfu. Á sinu fyrsta keppnisári hefur hún staðið sig frábærlega, þessar myndir eru teknar á Opna World Ranking móti Sleipnis þar sem hún var í A- úrslitum í 4 gangi meistara. Hún var m.a. í A úrslitum i Slakataumatölti meistaradeildarinnar í vetur. Hryssan er í toppformi og er tilvalin fyrir einhverja sem eru að spá í að taka þátt í gæðingakeppni á LM hvort sem um er að ræða eldri eða yngri flokka.

{gallery}Herdis WR Sleipnir 2018{/gallery}

Ljósálfur frá Syðri Gegnishólum

Details
Created: 26 May 2018

Við tókum þessar myndir um daginn af Ljósálfi frá Syðri-Gegnishólum, hann er 4 vetra undan Álfadísi frá Selfossi og Lord frá Vatnsleysu. Það hefur myndast hefð hjá okkur að birta myndir af afkvæmum Álfadísar þegar sýningar nálgast, hér er kappinn.

{gallery}Ljosalfur fra Sydri Gegnisholum{/gallery}

Stúdent frá Ketilsstöðum

Details
Created: 23 May 2018

Stúdent frá Ketilsstöðum var í 2 sæti í 5 gangi á World Ranking móti Sleipnis siðastliðna helgi. Efir forkeppni var hann í 1. sæti með 6,97 og í úrslitum lenti hann í 2 sæti með 7,14. Hann er undan Orku frá Gautavík og Álffinni frá Syðri-Gegnishólum, knapi var Bergur Jónsson.

{gallery}Student fra Ketilsstodum WR Sleipnir 2018{/gallery}

Brynja og Goði frá Ketilsstöðum

Details
Created: 22 May 2018

Brynja Amble Gísladóttir og Goði frá Ketilsstöðum unnu 4 ganginn í 1. flokki og urðu í þriðja sætinu í slaktaumatölti á World Ranking móti Sleipnis siðastliðna helgi. Her eru nokkrar myndir af þeim, en Goði er unda Væntingu frá Ketilsstöðum og Álffinni frá Syðri Gegnishólum.

{gallery}Brynja og Godi WR mot Sleipnis 2018{/gallery}

Ánægt teymi

Details
Created: 21 May 2018

þessar eru hamingjusamar, þær voru rétt í þessu að vinna 4 gang í V2
og V.1. Bergur heimtaði að fá að vera með á myndinni á þeim forsendum að hann hefði ræktað báða hestana.

{gallery}Happy team{/gallery}

Úrslit í dag

Details
Created: 21 May 2018

Spennandi dagur framundan á World Ranking iþróttamóti Sleipnis.

{gallery}WR Sleipnir 2018 Finals{/gallery}

Frami náði áttunni

Details
Created: 20 May 2018

Loksins náðu Frami og Elin áttunni í tölti T1. Við höfum beðið eftir þessu en hingað til hefur aðal áherslan verið lögð á 4 gang og tölt T2. Frami er frábær töltari, þannig að þetta verður spennandi. Þau eru einnig efst í 4 gangi fyrir úrslít með 7,57.
Úrslitum var frestað til morguns vegna veðurs.

{gallery}Elin and Frami got eight{/gallery}

Sædís frá Ketilsstöðum stóð sig vel

Details
Created: 19 May 2018

Loksins kom að því að hún Sædís frá Ketilsstöðum stóð sig vel í skeiðinu, það gerðist á World Ranking iþróttamótínu sem er á Selfossi þessa dagana. Hún hlaut 2. sætið í 150 m. skeiði á 14,80 og 5. sætið í 100 m. skeiði á 8,28.

{gallery}Saedis pace race WR Sleipnir 2018{/gallery}

Meginn frá Ketilsstöðum

Details
Created: 16 May 2018

Gaman að sjá hve vel gengur með Meginn frá Ketilsstöðum í Þýskalandi en þangað var hann seldur 4 vetra gamall. Við eigum við undan honum tvö tveggja vetra tryppi, undan Álfhildi og Draumadísi.

 

{gallery}Meginn fra Ketilsstodum{/gallery}

  1. Álfarinn frá Syðri - Gegnishólum
  2. Elin og Frami á Reykjavíkurmeistaramótinu 2018
  3. Fæddist fyrsta maí
  4. Gangmyllan Katla hnakkurinn
  5. Borba námskeið í maí 2018

Page 11 of 32

  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15